Spennandi sveinar og óróar á jólunum ár hvert

Raven Design hefur hannað og framleitt jólaóróa úr við og plexígleri síðan 2004, nýr jólaórói er búin til á hverju ári, sá nýjasti fyrir 2012 köllum við “Jólasnjór”.

Það eru alltaf miklar vangaveltur eða saga á bak við hvern jólaóróa t.d. 2009 vorum við með Vonarstjörnu til að benda fólki á að horfa fram á við, Ást og englar voru fyrir 2010 til að minna okkur á ástvinina allt um kring. Kærleikur var í fyrra, hvatning til að gefa frekar en að þiggja og í ár er það Jólasnjór. Hvert snjókorn er einstakt, fallegt og spennandi, ekkert snjókorn er eins í heiminum líkt og við mannfólkið, öll erum við sérstök eins og Snjókorn.

Jólaóróarnir okkar eru fáanlegir í við og í plexígleri, með eða án ártals.
Nýtt í ár hjá Raven Design eru Jólasveinarnir þrettán talsins, Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. Er þetta tveggja ára undirbúningur sem kemur saman í þesari hönnun, vinkona okkar Anja teiknaði þá eftir okkar hugmyndum – Grýla svolítið ógnandi, Leppalúði töffarinn og Jólakötturinn sérlega íllkvittinn að sjá 🙂

Hægt er að skoða vörurnar hér að neðan.

 

Jólavara

listi
  1. Pages: 1 2 3Next >Last »
LoadingUpdating...
  1. Pages: 1 2 3Next >Last »