Um okkur



Eigandi Raven Design er Hrafn Jónsson. Hrafn er menntaður slökkviliðsmaður, vélstjóri og smiður en sér hann um sköpunarvinnu, framleiðslu og rekstur fyrirtækisins. Innblástur sækir hann aðallega til sögu og lögun Íslands en Hrafninn kemur þar einnig sterkur inn.

Í dag er öll starfsemi fyrirtækisins á höndum Hrafns og vinnustofa hans er í Frumkvöðlasetrinu Eldey í Reykjanesbæ.

 

Um vörurnar

 

Vörur fyrir heimilið
Bjart og fallegt með notagildi er lýsandi fyrir þessa vörulínu Hrafns. Glasabakkann, ostabakkann, sérvíettuhringina og kertastjakann er allt búið til úr hömruðu plexígleri, tímalaust og glæsileg gjöf sem hægt er að fá á www.ravendesign.is svo og viðsvegar um landið/sjá skrá yfir sölustaði fremst á Raven Design vefsíðu.


Vörur fyrir þig og þína
Skartið frá Raven Design er bæði fjölbreytilegt og fallegt, búið til úr plexígleri og leðri. Aftur er sterk tenging til Íslands, hálsmen og armbönd í lagi landsins eða hrafnsins, einnig þekkt mynstur varðveitt í Þjóðmynjasafni Íslands og önnur sem hafa veruð teiknuð fyrir fyrirtækið. Allt er þetta skart búið til úr plexígleri eða leðri.


Vörur fyrir jólin

Hannaðir hafa verið og framleiddir jólaóróar úr við og plexígleri síðan 2004. Nýr jólaórói er búin til á hverju ári.

Miklar vangaveltur eða saga er að baki hvers jólaóróa. Til dæmis fyrir árið 2009 kom “Vonarstjarnan” sem áminning um að gefast ekki upp, horfa frekar fram á við en einblína á það sem liðið er, “Ást og englar” var óróinn fyrir árið 2010 til að minna á það sem er dýrmætast, ástvini allt um kring. “Kærleikur” var fyrir 2011 sem hvatning til að gefa frekar en að þiggja, “Snjókorn” 2012 og svo framvegis. Hægt er að fá alla viðarjólaóróana frá Raven Design með eða án ártals.

Raven Design býður einnig upp á plexí “Jólatré” í tveimur stærðum, sérlega fallegt borðskraut fáanlegt allt árið kring.

Jólasveinarnir þrettán talsins, Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn eru afraskstur samstarfs Raven Design og þýsks listamanns sem teiknaði jólasveinanna fyrir fyrirtækið.

Vörur fyrir ferðalanginn
Raven Design er eina fyrirtækið á Íslandi sem býr til viðarpóstkort sem hægt er að skrifa á og senda. Boðið er upp á margar fjölmargar útfærslur með mismunandi skilaboðum. Fyrirtækið býr til 14 útfærslur af viðaróróum í lagi Íslands og yfir 30 útfærslur af viðarseglum með mismunandi skilaboðum og skreytingum sem höfða til ferðalangsins. Lítill segull, lítil gjöf sem gleður frá Raven Design.